Fótbolti

Markalaust jafntefli hjá Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar er hér á ferðinni í kvöld.
Neymar er hér á ferðinni í kvöld. nordic photos/afp
Stóru þjóðirnar byrja ekkert allt of vel á Copa America. Heimamenn í Argentínu urðu að sætta sig við jafntefli gegn Bólivíu í fyrsta leik og í kvöld urðu Brasilíumenn einnig að sætta sig við jafntefli.

Brassarnir náðu þá ekki að brjóta niður þéttan varnarmúr Venezuela og leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Brasilíski sambaboltinn var ekki í réttum takti í kvöld og pressa því komin á Brassana rétt eins og Argentínu.

Síðar í kvöld fer fram leikur Paragvæ og Ekvador en hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×