Fótbolti

39 ára markvörður hetja Ekvadora

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lionel Messi var mikið gagnrýndur eftir jafntefli heimamanna gegn Bólivíu
Lionel Messi var mikið gagnrýndur eftir jafntefli heimamanna gegn Bólivíu Nordic Photos/AFP
Marcelo Ramón Ferrero átti stórleik í marki Ekvador í markalausu jafntefli gegn Paragvæ. Í fyrri leik dagsins gerðu Brasilía og Venesúela einnig markalaust jafntefli. Þetta er í fyrsta sinn í 58 ár sem tveimur leikjum dagsins lýkur markalausum.

Það er óhætt að segja að stóru þjóðirnar í Argentínu hafi ekki staðið undir væntingum í mótinu til þess. Argentína, Brasilía og nú Paragvæ hafa öll lent í basli gegn minniháttar andstæðingum. Þá vann Kólumbía aðeins eins marks sigur gegn Kostaríka þrátt fyrir að leik manni fleiri lengst af.

Sparkspekingar keppast við að gagnrýna stórstjörnur stóru liðanna en sumir benda á aðrar ástæður. Suður-Amerísk knattspyrna hafi aldrei verið sterkari auk þess sem daprar vallaraðstæður í Argentínu komi niður á spilamennsku sterkari liðanna.

Tveir leikir fara fram í C-riðli keppninnar í kvöld. Í fyrri leiknum mætast Úrúgvæ og Perú en Úrúgvæ er sigursælasta þjóðin í sögu keppninnar ásamt Argentínu. Í síðari leik kvöldsins má reikna með markaveislu þar sem sókndjarft lið Chile mætir Javier Hernández og félögum í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×