Fótbolti

Leikmenn Arsenal skutu Englendingum í átta liða úrslit á HM

Ellen White fagnar hér marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Ellen White fagnar hér marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP
Ellen White og Rachel Yankey tryggðu Englendingum 2-0 sigur gegn Japan á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í dag í Þýskalandi. Englendingar eru þar með komnir í átta liða úrslit keppninnar líkt og Japan sem var fyrir leikinn búið að tryggja sér keppnisrétt á meðal átta bestu.

Ellen White, sem leikur með Arsenal, skoraði fyrra markið á 22. mínútu og Yankey bætti við marki um miðja síðari hálfleik en hún er einnig leikmaður Arsenal. Englendingar enduðu í efsta sæti B-riðilsins með 7 stig en Japan fékk 6 stig. Nýja-Sjáland og Mexíkó gerðu 2-2 jafntefli í B-riðli en liðin sitja eftir og hafa lokið keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×