Fótbolti

Þjóðverjar sýndu styrk sinn gegn Frökkum á HM kvenna

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Frá leik Þjóðverja og Frakka í gær.
Frá leik Þjóðverja og Frakka í gær. AFP
Þjóðverjar eru til alls líklegir á heimsmeistaramóti kvennalandsliða í fótbolta eftir 4-2 sigur liðsins í gær gegn Frökkum. Þjóðverjar unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og mæta liði Japan í 8-liða úrslitum. Frakkar höfðu fyrir leikinn í gær aðeins fengið á sig 2 mörk í síðustu 14 leikjum og sóknarleikur Þjóðverja var beittur i gær. Um 46.000 áhorfendur mættu á leikinn en heimamenn hafa sýnt keppninni mikinn áhuga.

Bæði liðin höfðu tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum áður en leikurinn fór fram.

Silvia Neid, þjálfari þýska liðsins, var ekki með framherjann Birgit Prinz í byrjunarliðinu en hún hefur ekki náð sér á strik á HM fram til þessa.

Kerstin Garefrekes skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu fyrir Þjóðverja. Inka Grings bætti við öðru marki áður en Marie-Laure Delie minnkaði muninn fyrir Frakka í upphafi síðari hálfleiks.

Berangere Sapowicz markvörður Frakka fékk rautt spjald fyrir að fella Fatmire Bajramaj og Grings skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var í kjölfarið. 3-1 fyrir Þjóðverja. Laura Georges skoraði með skalla fyrir Frakka og staðan var því 3-2 en Celia Okoyino da Mbabi tryggði 4-2 sigur heimaliðsins undir lok leksins.

Þýskaland mætir Japan í átta liða úrslitum, og Frakkar leika gegn Englendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×