Fótbolti

Inter vann kapphlaupið við Arsenal um Alvarez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alvarez í leik með Velez Sarsfield
Alvarez í leik með Velez Sarsfield Nordic Photos/AFP
Argentínska knattspyrnufélagið Velez Sarsfield hefur greint frá því að Ricardo Alvarez sé á leiðinni til Inter. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð sem er 10 milljónir punda eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Alvarez er 23 ára sókndjarfur miðjumaður og hafði einnig verið undir smásjánni hjá Arsenal og Roma.Gian Piero Gasperini, nýr knattspyrnustjóri Inter, staðfesti á þriðjudag að Inter ætti í viðtæðum við Alvarez.

„Alvarez er frábær leikmaður. Ef hann kæmi til Inter væri það mikill styrkur,“ sagði Gasperini.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×