Fótbolti

Örlög Bin Hammam ákvörðuð í lok júlí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bin Hammam hefur verið formaður knattspyrnusambands Asíu frá 2002.
Bin Hammam hefur verið formaður knattspyrnusambands Asíu frá 2002. Nordic Photos/AFP
Siðanefnd FIFA mun hittast 22-23. júlí og ákvarða örlög Mohammed Bin Hammam. Hann er sakaður um að hafa borið og reynt að bera fé á hendur formanna knattspyrnusambanda í karabíska hafinu á fundi í Trínidad í upphafi maí.

Bin Hammam, sem er frá Katar, dró framboð sitt til forseta FIFA tilbaka á síðustu stundu þegar fjölmiðlar komust á snoðir um mútugreiðslurnar. Hann hefur síðan verið í tímabundnu banni frá afskiptum af knattspyrnu.

Fundur siðanefndarinnar fer fram í Zurich í Sviss og þar þarf Bin Hammam að standa fyrir máli sínu ásamt Debbie Minguell og Jason Sylvester starfsmönnum karabíska knattspyrnusambandsins. Þau eru sökuð um brot á siðareglum FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×