Fótbolti

Lyfjahneyksli á HM kvenna í Þýskalandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Norður-Kóreu þakka áhorfendum að loknu jafnteflinu gegn Kólumbíu
Leikmenn Norður-Kóreu þakka áhorfendum að loknu jafnteflinu gegn Kólumbíu Nordic Photos/AFP
Tveir leikmenn knattspyrnulandsliðs Norður-Kóreu féllu á lyfjaprófi að loknum leik liðsins gegn Kólumbíu í C-riðli á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi. Ekki er greint frá því hvaða lyf leikmennirnir notuðu.

Niðurstöðurnar eru taldar áreiðanlegar því sýnin voru send í tvö próf. Leikmennirnir sem um ræðir eru Song Jong SUn og Jong Pok Sim. Í kjölfarið voru allir leikmenn landsliðsins látnir gangast undir lyfjapróf. Aftenposten greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Leik Norður-Kóreu og Kólumbíu lauk með markalausu jafntefli. Bæði lið höfðu tapað leikjum sínum gegn Bandaríkjunum og Svíþjóð og ljóst að þau kæmust ekki upp úr riðlinum.

Þetta er ekki fyrsta lyfjahneykslið sem skekur mótið því Yineth Varon varamarkvörður Kólumbíu féll á lyfjaprófi áður en keppni í Þýskalandi hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×