Fótbolti

Argentína veldur vonbrigðum á heimavelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Argentínu niðurlútir eftir jafnteflið í gærkvöldi
Leikmenn Argentínu niðurlútir eftir jafnteflið í gærkvöldi Nordic Photos/AFP
Það er óhætt að segja að landslið Argentínu í knattspyrnu hafi ollið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu til þessa. Liðið gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu í gærkvöldi. Miklar vonir voru bundnar við argentínska liðið enda liðið stjörnum hlaðið og á heimavelli.

Argentína náði aðeins jafntefli í fyrsta leik riðilsins gegn Bólivíu og situr í öðru sæti riðilsins með tvö stig. Bólivía og Kostaríka mætast í kvöld og geta skotist upp fyrir heimamenn.

Þrátt fyrir brösuga byrjun dugar Argentínu sigur gegn Kostaríka í síðasta leik sínum til þess að komast upp úr riðlinum. Jafntefli gæti mögulega verið nóg. Tvö efstu liðin í riðlunum þremur komast í átta liða úrslit auk tveggja liða með bestan árangur í þriðja sæti.

Þjálfari Argentínu Sergio Batista sagði fyrir mótið að planið væri að spila eins og Barcelona. Liðið yrði byggt upp í kringum Lionel Messi og hann ætti að leiða Argentínumenn til sigurs. Heimamenn unnu síðast sigur í keppninni árið 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×