Fótbolti

Þakið hrundi á stúku FC Twente - einn látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
De Grolsch Veste
De Grolsch Veste Nordic Photos/AFP
Björgunaraðgerðum er lokið á leikvangi FC Twente, De Grolsch Veste, í Enschede í Hollandi. Þakið á stúku hollenska félagsins hrundi í morgun var fólk fast í rústunum. Nýjustu fregnir herma að einn hafi látist, tíu fluttir á sjúkrahús og þrír fengu aðhlynningu á staðnum.

Talið er að þakið hafi hrunið vegna þess að tveir burðarbitar kiknuðu. Ekki er vitað hvers vegna það gerðist.

„Hluti af þakinu hrundi. Það er fólk fast undir brakinu. Við vitum ekki hversu margir," sagði talsmaður hollensku lögreglunnar. Reuters fréttastofan greinir frá.

Leikvangurinn hefur verið í endurbyggingu og fjöldi fólks starfað á vellinum. Eftir framkvæmdirnar mun leikvangurinn taka 32 þúsund manns í sæti.

Twente lenti í öðru sæti hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð og vann hollenska bikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×