Fótbolti

Robinho er markahæsti leikmaðurinn í liði Brasilíu

Hinn 27 ára gamli Brasilíumaður Robinho er á meðal þeirra reynslumestu í landsliði Brasilíu sem hefur leik á Copa America á sunnudaginn gegn Venesúela
Hinn 27 ára gamli Brasilíumaður Robinho er á meðal þeirra reynslumestu í landsliði Brasilíu sem hefur leik á Copa America á sunnudaginn gegn Venesúela AFP
Hinn 27 ára gamli Brasilíumaður Robinho er á meðal þeirra reynslumestu í landsliði Brasilíu sem hefur leik á Copa America á sunnudaginn gegn Venesúela. Robinho hefur komið víða við á ferlinum en hann er samningsbundinn Inter á Ítalíu en hann var um tíma hjá Manchester City á Englandi og Real Madrid á Spáni.

Robinho hefur alls ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til  hans en hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera „stóri bróðir“ leikmanna á borð við Neymar.

Mano Menezes þjálfari Brasilíumanna ætlar að treysta á að Robinho verði leiðtogi Brasilíumanna á Copa America en Robinho er markahæsti leikmaðurinn í landsliðshópnum með 27 mörk.

„Það er mikil áskorun fyrir mig að standa undir því að vera markahæsti leikmaðurinn í landsliðshópnum. Ég vona að okkur gangi vel og með því að skora mörk þá hjálpa ég liðinu,“ sagði Robinho við fjölmiðla í æfingabúðum liðsins í Brasilíu.

Allir leikir Copa America verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá leikjadagskrána hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×