Fótbolti

Þjálfari Nígeríu í vanda eftir niðrandi ummæli um lesbíur

Eucharia Uche, þjálfari kvennalandsliðs Nígeríu í fótbolta, gæti átt yfir höfði sér háa sekt og jafnvel keppnisbann vegna ummæla hennar um lesbískar fótboltakonur á HM í fótbolta.
Eucharia Uche, þjálfari kvennalandsliðs Nígeríu í fótbolta, gæti átt yfir höfði sér háa sekt og jafnvel keppnisbann vegna ummæla hennar um lesbískar fótboltakonur á HM í fótbolta. AFP
Eucharia Uche, þjálfari kvennalandsliðs Nígeríu í fótbolta, gæti átt yfir höfði sér háa sekt og jafnvel keppnisbann vegna ummæla hennar um lesbískar fótboltakonur á HM í fótbolta.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun bregðast við ummælum þjálfarans á allra næstu dögum en Uche sagði á fundi með fréttamönnum að allt væri rangt við það að vera samkynhneigður, hvort sem það væri andlega og félagslega.

Tatjana Haenni, talsmaður FIFA, segir við AFP fréttastofuna að FIFA muni bregðast við ummælum þjálfarans. Uche hefur vakið athygli fjölmiðla á þeirri staðreynd að frá því hún tók við liðinu árið 2009 hafi hún ekki valið lesbíur í sitt lið.

„Lesbískir leikmenn hafa verið stórt vandamál í okkar liði," sagði Uche m.a. en Nígería tapaði 1-0 gegn Frökkum í fyrsta leiknum á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×