Messi ætlar sér stóra hluti með Argentínu á heimavelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2011 23:30 Messi og Gabriel Milito á æfingu með landsliði Argentínu Nordic Photos/AFP Flautað verður til leiks í Copa America keppninni í Argentínu á morgun þegar heimamenn í Argentínu mæta Bólivíu í Buenos Aires. Argentína hefur komist í úrslit keppninnar í tvö síðustu skipti en í bæði skiptin beðið lægri hlut fyrir Brasilíu. Lionel Messi og félagar ætla sér að fara alla leið í keppninni í ár enda á heimavelli. „Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona og sömuleiðis sem einstaklingur. Nú er markmið mitt að vinna Copa America með argentínska landsliðinu," sagði Messi við fjölmiðla þegar hann kom til móts við landsliðið fyrr í þessum mánuði. Argentínska liðið þótti til alls líklegt á mótinu fyrir fjórum árum í Venesúela. Allar helstu stjörnurnar voru mættar til leiks en þrátt fyrir það tapaði liðið fyrir vængbrotnu liði Brasilíu 3-0 í úrslitaleik. Veron, Messi og Tevez áttu engin svör við Robinho, Elano og Julio Baptista. Landslið Argentínu hefur ekki unnið stórmót síðan árið 1993. Raunar hefur landsliðinu aðeins tekist að sigra Mexíkó í úrsláttarkeppni HM síðan 1990 ef sigrar í vítaspyrnukeppnum eru ekki taldir með. Með sigri verður Argentína sigursælasta þjóðin í sögu keppninnar en í dag deila þeir nafnbótinni með Úrúgvæ. Aðeins eitt væri verra en að Argentínu tækist ekki að standa uppi sem sigurvegari. Sigur Brasilíu, erkifjenda Argentínumanna. Það yrði þriðji sigur Brasilíu í röð í keppninni sem þætti saga til næsta bæjar. Eftir fall stórliðs River Plate úr efstu deild, þar sem liðið vann ekki í síðustu níu leikjum tímabilsins, er fátt sem kemur Argentínumönnum lengur á óvart. Tólf lið mæta til leiks í Argentínu en auk tíu Suður-Ameríku þjóða er tveimur þjóðum ávalt boðið að taka þátt. Gestaþjóðir mótsins í ár eru Javier Hernandez og félagar frá Mexíkó auk Kosta Ríka. Upprunalega áttu Japanir að taka þátt en þeir þurftu að draga sig úr mótinu í apríl síðastliðnum. Jarðskjálftinn í Japan hafði orðið til þess að leikir í japönsku J-deildinni þurftu að spilast á sama tíma og mótið fer fram. Allir leikir Copa America verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá leikjadagskrána hér. Fótbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Flautað verður til leiks í Copa America keppninni í Argentínu á morgun þegar heimamenn í Argentínu mæta Bólivíu í Buenos Aires. Argentína hefur komist í úrslit keppninnar í tvö síðustu skipti en í bæði skiptin beðið lægri hlut fyrir Brasilíu. Lionel Messi og félagar ætla sér að fara alla leið í keppninni í ár enda á heimavelli. „Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona og sömuleiðis sem einstaklingur. Nú er markmið mitt að vinna Copa America með argentínska landsliðinu," sagði Messi við fjölmiðla þegar hann kom til móts við landsliðið fyrr í þessum mánuði. Argentínska liðið þótti til alls líklegt á mótinu fyrir fjórum árum í Venesúela. Allar helstu stjörnurnar voru mættar til leiks en þrátt fyrir það tapaði liðið fyrir vængbrotnu liði Brasilíu 3-0 í úrslitaleik. Veron, Messi og Tevez áttu engin svör við Robinho, Elano og Julio Baptista. Landslið Argentínu hefur ekki unnið stórmót síðan árið 1993. Raunar hefur landsliðinu aðeins tekist að sigra Mexíkó í úrsláttarkeppni HM síðan 1990 ef sigrar í vítaspyrnukeppnum eru ekki taldir með. Með sigri verður Argentína sigursælasta þjóðin í sögu keppninnar en í dag deila þeir nafnbótinni með Úrúgvæ. Aðeins eitt væri verra en að Argentínu tækist ekki að standa uppi sem sigurvegari. Sigur Brasilíu, erkifjenda Argentínumanna. Það yrði þriðji sigur Brasilíu í röð í keppninni sem þætti saga til næsta bæjar. Eftir fall stórliðs River Plate úr efstu deild, þar sem liðið vann ekki í síðustu níu leikjum tímabilsins, er fátt sem kemur Argentínumönnum lengur á óvart. Tólf lið mæta til leiks í Argentínu en auk tíu Suður-Ameríku þjóða er tveimur þjóðum ávalt boðið að taka þátt. Gestaþjóðir mótsins í ár eru Javier Hernandez og félagar frá Mexíkó auk Kosta Ríka. Upprunalega áttu Japanir að taka þátt en þeir þurftu að draga sig úr mótinu í apríl síðastliðnum. Jarðskjálftinn í Japan hafði orðið til þess að leikir í japönsku J-deildinni þurftu að spilast á sama tíma og mótið fer fram. Allir leikir Copa America verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá leikjadagskrána hér.
Fótbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira