Fótbolti

Messi með stórleik fyrir Argentínu í 4-0 sigri gegn Albaníu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Lionel Messi skoraði fyrir Argentínu í 4-0 sigri liðsins gegn Albanínu í vináttuleik sem fram fór í Buenos Aires
Lionel Messi skoraði fyrir Argentínu í 4-0 sigri liðsins gegn Albanínu í vináttuleik sem fram fór í Buenos Aires AFP
Lionel Messi skoraði fyrir Argentínu í 4-0 sigri liðsins gegn Albanínu í vináttuleik sem fram fór í Buenos Aires. Þetta var síðasti landsleikur Argentínumanna áður en stórmótið Copa America hefst í byrjun júní. Messi var að venju allt í öllu í liði Argentínu en hann var maðurinn á bak við hin mörk liðsins.

Sergio Batista þjálfari argentínska landsliðsins sagði að Messi hefði verið besti maður vallarins. „Lionel skapar alltaf hættu og hann átti stórleikm“  sagði Batista. Ezequiel Lavezzi skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Messi eftir aðeins 5 mínútur. Messi skoraði annað markið rétt fyrir leikhlé. Sergio Agüero skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir undirbúning Messi og Carlo Tévez, sem kom inná sem varamaður í leiknum skoraði fjórða markið.

Javier Zanetti lék sinn 140. landsleik fyrir Argentínu. Copa America hefst þann 1. Júlí og verða leikirnir sýndir á Stöð 2 sport.  Argentína hefur ekki náð að vinna þessa keppni frá árinu 1992 en þeir mæta Bólivíu í opnunarleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram 24. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×