Fótbolti

Ætlaði að lemja dómarann en náði honum ekki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það gengur ýmislegt á þessa dagana í kínverska boltanum. Nýjasta uppákoman var þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn til þess að lemja dómarann.

Áhorfandinn var ekkert sérstaklega frár á fætur og getur líklega útilokað að komast í Ólympíulið Kínverja fyrir ÓL í London.

Dómarinn var nefnilega ekki í neinum vandræðum með að hrista áhorfandann af sér sem steinlá þess utan.

Hann var að lokum skrúfaður hraustlega niður af laganna vörðum.

Uppákomuna má sjá hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×