Fótbolti

Ætlar að vinna Messi og fara svo til AC Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ganso hér með liðsfélaga sínum, Neymar, sem er afar eftirsóttur.
Ganso hér með liðsfélaga sínum, Neymar, sem er afar eftirsóttur.
Brasilíski landsliðsmaðurinn Ganso hjá Santos er æstur í að spila fyrir AC Milan og hefur nú beðið félagið um að kaupa sig. Áður en Ganso fer til Ítalíu stefnir hann á að vinna Lionel Messi.

"Draumurinn er að vinna Messi í heimsmeistarakeppni félagsliða og fara svo til Ítalíu í janúar," sagði Ganso en Santos gengur illa að halda í sína bestu menn enda er Neymar væntanlega einnig á förum.

Adriano Galliani, stjórnarformaður Milan, er hrifinn af leikmanninum.

"Ég er virkilega hrifinn af þessum leikmanni," sagði Galliani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×