Fótbolti

Song enn í fýlu út í Eto´o

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Song pg Eto´o eru engir vinir.
Song pg Eto´o eru engir vinir.
Mórallinn í herbúðum kamerúnska landsliðsins er ekki upp á marga fiska þessa dagana. Knattspyrnusamband Kamerún hefur nú sektað Alex Song, leikmann Arsenal, fyrir að neita að heilsa Samuel Eto´o.

Það hefur verið kalt á milli þeirra Eto´o og Song síðan á HM 2010 og þetta var fyrsti leikur Song í liðinu síðan þá. Sá var ekki búinn að gleyma HM og neitar að vingast við Eto´o.

Eto´o var hreinsaður í rannsókn sambandsins en Song þarf að greiða sekt og æfa með unglingalandsliði landsins í þrígang á árinu.

Þess utan gengur illa hjá landsliðinu og ekki líklegt í dag að Kamerún tryggi sér sæti í Afríkukeppninni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×