Fótbolti

Dómarar sakaðir um að hagræða úrslitum leikja hjá Suður-Afríku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr landsleik hjá Suður-Afríku.
Úr landsleik hjá Suður-Afríku.
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið rannsókn á tveimur vináttulandsleikjum hjá Suður-Afríku vegna gruns um að úrslitum hafi verið hagrætt.

Um er að ræða leik gegn Kólumbíu sem Suður-Afríka vann 2-1 og 5-0 stórsigur Suður-Afríku á Gvatemala.

Langat Kipngetich frá Kenýa dæmdi leikinn gegn Kólumbíu og gaf Suður-Afríku tvö víti í leiknum.

Ibrahim Chaibou frá Níger dæmdi aftur á móti hinn leikinn en þar fékk Suður-Afríka einnig tvö víti. Annað vítið var afar vafasamt. Það er einnig verið að rannsaka annan leik sem Chaibou dæmdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×