Fótbolti

Markvörður í Kóreu viðurkennir að hafa hagrætt úrslitum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er ekki allt með felldu í kóreska boltanum.
Það er ekki allt með felldu í kóreska boltanum.
Það er allt vitlaust í Suður-Kóreu eftir að markvörður í efstu deild viðurkenndi að hafa hagrætt úrslitum og þegið fyrir það greiðslur frá veðmöngurum. Markvörðurinn heitir Yeom Dong-gyun og hefur meðal annars leikið fyrir U-23 ára landslið Suður-Kóreu.

Grunur leikur á að fjöldi leikmanna í deildinni hafi lagt sitt af mörkum til þess að hagræða úrslitum í deildinni og þegið greiðslur fyrir. Svo slæmt er ástandið að knattspyrnusambandið hefur skorað á leikmenn að gefa sig fram gegn því að fá vægari refsingar en ella.

Þegar er búið að kæra tíu leikmenn úr efstu deild vegna slíkra mála. Níu þeirra eru sagðir hafa þegið greiðslur frá veðmöngurum og sá tíundi veðjaði á leik sem hann tók þátt í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×