Innlent

Fagráð taki fyrir ásakanir um kynferðislega misnotkun

Jakob Rolland.
Jakob Rolland. Mynd/Haraldur Jónsson
Kaþólska kirkjan á Íslandi fundaði í dag um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um undanfarið. Viðbrögð kirkjunnar er að vænta í kvöld eða í fyrramálið.

Jakob Rolland, talsmaður kirkjunnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líklegt væri að fagráð yrði skipað til þess að fjalla um málin líkt og gert var hjá þjóðkirkjunni. Þá hafi Róbert Spanó, formaður rannsóknarnefndarinnar þjóðkirkjunnar, verið kaþólsku kirkjunni innan handar í málinu.

Jakob sagði einhverjar úrsagnir hafa verið eftir að málin komu upp en hafði ekki nákvæma tölu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×