Fótbolti

Fimm félög bítast um Neymar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar.
Neymar.
Það kostar rúmar 40 milljónir punda að losa brasilíska undrabarnið Neymar fra´Santos. Þrátt fyrir þá staðreynd eru heil fimm félög tilbúin að leggja fram þá upphæð. Þau mega því byrja að ræða við hann um samning.

Hermt er að félögin séu Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Man. City og rússneska liðið Anzhi Makhachkala.

Real Madrid og Chelsea voru lengi vel ein um hituna en nú er slagurinn orðinn virkilega harður.

Það kemur sérstaklega á óvart að rússneska liðið sé í þessum slag. Landi Neymar, Roberto Carlos, spilar með liðinu en er reyndar ekkert sérstaklega hamingjusamur þar enda fær hann bananasendingar úr stúkunni í öðrum hvorum leik.

"Auðvitað viljum við ekki selja leikmanninn en fimm félög geta greitt þessa upphæð og mega nú ræða við leikmanninn," sagði Luis Alvaro de Oliveira, forseti Santos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×