Fótbolti

Ramires: Argentína er með sigurstranglegasta liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ramires.
Ramires.
Brasilíski miðjumaðurinn Ramires, sem spilar með Chelsea, segir að Argentína sé með sigurstranglegasta liðið á Copa America sem hefst fljótlega.

"Argentína er á heimavelli og því eðlilega sigurstranglegast. Við erum að vinna í okkar málum en gerum okkur grein fyrir hversu erfitt þetta verður," sagði Ramires.

"Þetta er gríðarlega erfið keppni. Margir halda að þetta mót snúist bara um Argentínu og Brasilíu. Það er ekki rétt og við berum virðingu fyrir öllum hinum liðunum. Við verðum að taka einn leik fyrir í einu."

Brasilía hefur unnið síðustu tvær keppnir. Argentína og Úrúgvæ hafa þó unnið keppnina oftast. Báðar þjóðir hafa unnið 14 sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×