Fótbolti

Cisse grét er hann kvaddi stuðningsmenn á næturklúbbi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Franski framherjinn Djibril Cisse fór heldur óhefðbundna leið er hann kvaddi stuðningsmenn Panathinaikos. Hann steig upp á svið á næturklúbbi og þakkaði fyrir sig. Cisse er á förum til Lazio á Ítalíu eftir góðan tíma á Grikklandi.

Er hann hafði þakkað fyrir sig sungu stuðningsmennirnir nafn hans hástöfum. Cisse komst þá við og felldi tár.

Sjá má þessa hjartnæmu uppákomu í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×