Fótbolti

Frank Rijkaard að taka við landsliði Sádi-Arabíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Galatasaray tóku vel á móti Rijkaard á sínum tíma
Stuðningsmenn Galatasaray tóku vel á móti Rijkaard á sínum tíma Nordic Photos/AFP
Hollendingurinn Frank Rijkaard er í þann mund að taka við starfi landsliðsþjálfara Sádi-Arabíu í knattspyrnu. Rijkaard hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti sem þjálfari Galatasaray í Tyrklandi um mitt síðasta tímabil.

Rijkaard náði á sínum tíma fínum árangri í starfi sem landsliðsþjálfari Hollands og stórliðs Barcelona. Hann vann deildina tvisvar með Börsungum og Meistaradeildina árið 2006. Þá var Rijkaard mjög sigursæll sem leikmaður, bæði hjá AC Milan og Ajax.

Talið er að Rijkaard skrifi undir þriggja ára samning. Hann tekur við af Ricardo Gomes sem tók við starfinu fyrr í þessum mánuði. Blekið var varla þornað á samningi Gomes við Sádi-Arabana en ágreiningur um hvenær Gomes hæfi störf varð til þess að samningnum við hann var rift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×