Fótbolti

FIFA vill fjölga vináttulandsleikjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sepp Blatter forseti FIFA hefur um nóg að hugsa
Sepp Blatter forseti FIFA hefur um nóg að hugsa Mynd/Nordic Photos/Getty
Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA vill fjölga alþjóðlegum landsleikjahléum úr tólf í sautján. Guardian greinir frá. Nái breytingarnar fram að ganga gæti leikmaður sem spilar alla leiki með félagsliði sínu og þjóð sinni þurft að spila 86 leiki á einu keppnistímabili.

Óhætt er að segja að forráðamenn stóru knattspyrnufélaganna í Evrópu séu ósáttir við breytingarnar sem eru þó aðeins á umræðustigi að sögn FIFA.

„Þetta er algjör vitleysa," segir yfirmaður hjá stóru félagi í Evrópu. „Fáránlegt. Þarf landslið að spila fleiri en tólf leiki á ári? Nú vilja þeir sautján landsleiki."

FIFA hefur enn ekki borið breytingarnar undir félögin sem finnst FIFA ganga yfir sig á skítugum skónum.

Samband knattspyrnudeilda Evrópu sem telur 30 deildir hefur sett fyrirhugaðar breytingar FIFA á forgangslista fyrir fund sambandsins þann 8. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×