Fótbolti

Karlarnir spenntari fyrir HM kvenna en konurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram í Þýskalandi í sumar og hefst hún eftir aðeins ellefu daga. Að því tilefni fór fram skoðunarkönnun í Þýskalandi um áhuga og skoðanir þýsku þjóðarinnar á HM kvenna.

Það sem vakti mesta athygli var að karlarnir eru spenntari fyrir HM kvenna en konurnar. 63 prósent karla sem voru spurðir í þessari könnun hlakka til keppninnar en aðeins 43 prósent kvenna.

Sextíu prósent karla þótti knattspynukonur vera myndalegar en aðeins 45 prósent kvennanna voru sömu skoðunnar. Sú spurning var örugglega höfð með í tilefni af því að nokkrir leikmenn þýska 20 ára landsliðsins birtust á dögunum fáklæddar á síðum Playboy í Þýskalandi.

Helmingur aðspurða, hjá bæði körlum og konum, telja að keppnin muni heppnast jafnvel og þegar Þjóðverjar héldu HM karla fyrir fimm árum síðan.

Opununarleikur keppninnar fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín 26. júní næstkomandi þar sem Þýskaland mætir Kanada. 70 prósent aðspurða í könnunni telja að þýska liðið fari alla leið í keppninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×