Enski boltinn

Tottenham hafnar 22 milljóna punda boði Chelsea í Modric

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Modric fangar marki sínu gegn Liverpool á síðastliðnu tímabili
Modric fangar marki sínu gegn Liverpool á síðastliðnu tímabili Mynd/Nordic Photos/Getty
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Tottenham hafi hafnað tilboði Chelsea í króatíska miðjumanninn Luka Modric. Tilboðið hljóðaði upp á 22 milljónir punda.

Modric, sem er 25 ára gamall, hefur verið lykilmaður í liði Tottenham undanfarin þrjú tímabil. Tottenham vill halda leikmanninum en fjarvera félagsins í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti reynst vandamál.

Talið er að Modric sé með um 40.000 pund í vikulaun hjá Tottenham sem þykir í lægri kantinum miðað við lykilmenn annarra stórliða í deildinni. Samningur Modric við Spurs er til 2016 og því þykir ekki ólíklegt að tilboð um mun hærri vikulaun geti greitt götu þeirra knattspyrnufélaga sem sækjast eftir honum.

Auk Chelsea eru Manchester City og Manchester United sögð heit fyrir kappanum. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Litli Mozart" vegna óumdeildra hæfileika sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×