Fótbolti

Prúðara liðið gæti komist áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi tækling gæti reynst Hvít-Rússum dýrkeypt.
Þessi tækling gæti reynst Hvít-Rússum dýrkeypt. Mynd/Anton
Talsvert hefur verið fjallað um það í dönskum fjölmiðlum hvað muni gerast ef úrslit leikja í lokaumferð A-riðils á EM U-21 í Danmörku fara á ákveðinn veg.

Ef Hvíta-Rússland vinnur Sviss 2-1 á morgun og Danir vinna á sama tíma 2-0 sigur á Íslendingum eru bæði Danmörk og Hvíta-Rússland með nákvæmlega jafnan árangur.

Verði þetta úrslitin þarf að kafa ansi djúpt í reglurnar og hefur Knattspyrnusamband Evrópu gefið það út að hið svokallaða „Fair Play"-kerfi muni ráða för. Semsagt - prúðara liðið kemst áfram.

Þar standa Danir betur að vígi eins og er - þeir hafa fengið tvö gul spjöld í keppninni í þessa en Hvít-Rússar fjögur.

Ef að Danir og Hvít-Rússar standa enn jafnir eftir að prúðmennskustigin hafa verið reiknuð út verður kastað upp á hvort liðið komist áfram.


Tengdar fréttir

Danir úr leik ef þeir tapa fyrir Íslandi

Danir munu fylgjast vel með báðum leikjum í lokaumferð EM U-21 liða á morgun því úrslitin í báðum leikjum gætu haft mikið að segja. Danir eru úr leik ef liðið tapar fyrir Íslandi en sigur er þýðingarlaus ef úrslitin í leik Hvíta-Rússlands og Sviss eru þeim óhagstæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×