Fótbolti

Leikmenn í bann fyrir að ná sér viljandi í gult spjald

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Formennirnir Platini og Blatter á góðri stundu
Formennirnir Platini og Blatter á góðri stundu Mynd/Nordic Photos/Getty
Þeir leikmenn sem verða uppvísir að því að ná sér í gul spjöld vísvitandi í Evrópukeppnum fá sjálfkrafa tveggja leikja bann. Þetta er meðal ákvarðana sem teknar voru á fundi framkvæmdanefndar evrópska knattspyrnusambandsins UEFA í vikunni.

„Hingað til hafa leikmenn verið sektaðir en nú bætist eins leiks bann ofan á bannið sem leikmenn fá fyrir uppsöfnuð gul spjöld," sagði framkvæmdarstjóri UEFA, Gianni Infantino.

Xabi Alonso og Sergio Ramos leikmenn Real Madrid fengu sekt fyrir hegðun sína í Meistaradeildarleik gegn Ajax á síðustu leiktíð. Þeir voru grunaðir um að ná sér viljandi í áminningu til þess að geta tekið út leikbann í leik sem skipti litlu sem engu máli.

Þá sendir framkvæmdaráð UEFA kollegum sínum hjá alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA tóninn og segjast vilja sjá miklar breytingar á stjórnarháttum sambandsins á innan við þremur mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×