Gylfi Þór: Samheldnin í hópnum mikil Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 19. júní 2011 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður U-21 liðs Íslands, segir að það hefði verið samheldni og vinátta leikmanna liðsins sem gerði það að verkum að liðið náði sér á strik í lokaleik sínum á EM í Danmörku. Ísland vann í gær 3-1 sigur á Danmörku í A-riðli keppninnar en það dugði ekki til að komast áfram í undanúrslitin. Danir komust ekki heldur áfram, heldur Hvít-Rússar og Svisslendingar. Ísland tapaði fyrir báðum þeim liðum í keppninni. „Þetta er mjög svekkjandi, sérstaklega þar sem við spiluðum mjög illa í fyrstu tveimur leikjunum. En svo áttum við smá séns fyrir þennan leik og náðum við að koma okkur í það góða stöðu að við áttum von síðustu 30 mínúturnar,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Bæði lið fengu færi eftir þetta en Halli hélt okkur vel í leiknum. Það er grátlegt að það hafi á endanum vantað bara eitt mark til viðbótar.“ Gylfi sagði eftir leikinn gegn Sviss á þriðjudagskvöldið að frammistaða bæði hans og liðsins hefðu valdið honum vonbrigðum. En liðið náði að snúa mótlætinu sér í hag. „Ég held að það hafi helst verið vegna þess að við erum allir góðir vinir og allir saman í þessu. Samheldnin er mikil í liðinu. Við vissum að við værum betri en við gáfum til kynna í síðustu leikjum. Við settumst því niður, töluðum saman og ræddum um hvað við þyrftum að bæta. Við gerðum það hér í dag.“ Leikmenn íslenska liðsins fengu lítinn afslátt frá dómara leiksins sem rak Eyjólf Sverrisson upp í stúku auk þess sem að margir dómar hans í leiknum voru afar einkennilegir. „Ég fann það strax í leiknum að þetta yrði erfitt. Það mátti ekkert tala við dómarann og fékk ég til að mynda gult spjald fyrir að segja að maðurinn hafi verið sex metrum frá mér þegar ég tók aukaspyrnuna. Ég hefði því verið í banni í næsta leik og svo rak hann líka Jolla upp í stúku sem var frekar skrýtið.“ „En við fengum fullt af færum til að klára þetta í kvöld og getum við bara sjálfum okkur um kennt hvernig fór fyrir okkur.“ „Við erum þó ánægðir með að hafa snúið genginu við og sýnt hvað við getum í síðasta leiknum. En það er alltaf leiðinlegt að detta út og veit ég ekki hvort við göngum frá þessari keppni með höfuðið hátt - en þetta lagaðist alla vega í síðasta leiknum.“ Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður U-21 liðs Íslands, segir að það hefði verið samheldni og vinátta leikmanna liðsins sem gerði það að verkum að liðið náði sér á strik í lokaleik sínum á EM í Danmörku. Ísland vann í gær 3-1 sigur á Danmörku í A-riðli keppninnar en það dugði ekki til að komast áfram í undanúrslitin. Danir komust ekki heldur áfram, heldur Hvít-Rússar og Svisslendingar. Ísland tapaði fyrir báðum þeim liðum í keppninni. „Þetta er mjög svekkjandi, sérstaklega þar sem við spiluðum mjög illa í fyrstu tveimur leikjunum. En svo áttum við smá séns fyrir þennan leik og náðum við að koma okkur í það góða stöðu að við áttum von síðustu 30 mínúturnar,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Bæði lið fengu færi eftir þetta en Halli hélt okkur vel í leiknum. Það er grátlegt að það hafi á endanum vantað bara eitt mark til viðbótar.“ Gylfi sagði eftir leikinn gegn Sviss á þriðjudagskvöldið að frammistaða bæði hans og liðsins hefðu valdið honum vonbrigðum. En liðið náði að snúa mótlætinu sér í hag. „Ég held að það hafi helst verið vegna þess að við erum allir góðir vinir og allir saman í þessu. Samheldnin er mikil í liðinu. Við vissum að við værum betri en við gáfum til kynna í síðustu leikjum. Við settumst því niður, töluðum saman og ræddum um hvað við þyrftum að bæta. Við gerðum það hér í dag.“ Leikmenn íslenska liðsins fengu lítinn afslátt frá dómara leiksins sem rak Eyjólf Sverrisson upp í stúku auk þess sem að margir dómar hans í leiknum voru afar einkennilegir. „Ég fann það strax í leiknum að þetta yrði erfitt. Það mátti ekkert tala við dómarann og fékk ég til að mynda gult spjald fyrir að segja að maðurinn hafi verið sex metrum frá mér þegar ég tók aukaspyrnuna. Ég hefði því verið í banni í næsta leik og svo rak hann líka Jolla upp í stúku sem var frekar skrýtið.“ „En við fengum fullt af færum til að klára þetta í kvöld og getum við bara sjálfum okkur um kennt hvernig fór fyrir okkur.“ „Við erum þó ánægðir með að hafa snúið genginu við og sýnt hvað við getum í síðasta leiknum. En það er alltaf leiðinlegt að detta út og veit ég ekki hvort við göngum frá þessari keppni með höfuðið hátt - en þetta lagaðist alla vega í síðasta leiknum.“
Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira