Fótbolti

Hólmfríður með sitt fyrsta mark á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Stefán
Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á sem varamaður í nótt og innsiglaði 6-0 sigur Philadelphia Independence á magicJack í bandarísku kvennadeildinni níu mínútum síðar.

Þetta var fyrsta mark Hólmfríðar á tímabilinu í hennar áttunda leik en hún skoraði 3 mörk í 19 leikjum í fyrra. Hólmfríður hefur verið í byrjunarliðinu í sex af átta leikjum sínum en þurfti að sætta sig við það að byrja á bekknum í þessum leik.

Philadelphia Independence  er í öðru sæti deildarinnar eftir níu leiki, fimm stigum á eftir toppliði Western New York Flash og einu stigi á undan magicJack sem er í 3. sæti en á reyndar einn leik inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×