Enski boltinn

Shole Ameobi í fríi á Íslandi - fer á kostum á Twitter

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ameobi fagnar ásamt Joey Barton
Ameobi fagnar ásamt Joey Barton Mynd/Nordic Photos/Getty
Shola Ameobi er um þessar mundir í heimsókn hjá bróður sínum Tomi Abeobi leikmanns BÍ/Bolungavíkur. Ameobi fer mikinn á Twitter-síðu sinni og óhætt að segja að Demba Ba, nýr liðsmaður Newcastle, fái óblíðar viðtökur.

„Eyði stórum hluta af fríi mínu í heimsókn hjá Tomi á Ísland. Hann býr í hjólhýsi, ótrúlegt,“ segir Ameobi í færslu þann 17. júní.

Í næstu færslu bætir hann við að það gildi reyndar um allt liðið. Þannig ferðist þeir í útileiki og skiptist á að knýja reiðhjólið. Heldur erfitt að lesa í orð Nígeríumannsins.

Demba Ba fær svo heldur óblíðar viðtökur en Ba gekk til liðs við Newcastle í vikunni.

„Demba Ba er ógeðsleg Lundúnarútgáfa af mér. Hann hefur hvorki hraðann né leikskilningin sem ég bý yfir. Sammi og ég munum leggja bulluna í einelti,“ segir Ameobi.

Lesi nú hver það sem hann vill úr þessum færslum kappans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×