Fótbolti

Blatter fékk glæsilega kosningu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sepp Blatter.
Sepp Blatter.
Sepp Blatter var í dag endurkjörinn forseti FIFA. Það kom ekki beint neinum á óvart enda var hann einn í framboði.

Tillaga um að fresta forsetakosningunum var kolfelld fyrr í morgun. 172 vildu kjósa en aðeins 17 vildu fresta kosningunni.

Þrátt fyrir mikla gagnrýni utan frá er bakland Blatter innan FIFA enn sterkt en hann fékk 186 atkvæði í dag en 203 kusu. Hinir skiluðu auðu.

Blatter sagði í ræðu sinni fyrr í dag að hann ætlaði að berjast fyrir bættum vinnubrögðum innan FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×