Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? Valur Grettisson skrifar 4. júní 2011 10:58 Ingibjögr Sólrún Gísladóttir gagnrýnir saksóknara Alþingis harðlega. „Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“. Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05
Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00
Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01