Fótbolti

Taarabt í fýlu og hættur í landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Taarabt, fyrir miðju, í leik með landsliði Marokkó fyrr á árinu.
Taarabt, fyrir miðju, í leik með landsliði Marokkó fyrr á árinu. Nordic Photos / AFP
Adel Taarabt, leikmaður QPR í Englandi og liðsfélagi Heiðars Helgusonar, er hættur að gefa kost á sér í landslið Marokkó.

Honum sinnaðist við landsliðsþjálfarann Eric Gerets eftir að honum var tilkynnt að hann yrði ekki í byrjunarliðinu í leik gegn Alsír í dag.

Taarabt er 22 ára gamall og sló í gegn með QPR á tímabilinu. Hann hefur ákveðið að hætta með landsliðinu, jafnvel þótt að Gerets hætti.

„Ég er í Marseille eins og er. Ég ákvað að fara eftir að ég komst að því að ég myndi ekki byrja gegn Alsír,“ sagði Taraabt við fjölmiðla í heimalandinu.

„Ég kýs að spila ekki framar með landsliðinu, hvort sem það er með eða án Eric Gerets.“

„Ég vil frekar vera fulltrúi míns lands hjá félagsliði mínu. Ég bið stuðningsmenn landsliðsins afsökunar en ég er hættur. Þetta er eins í hvert einasta skiptið og vil ég ekki eyða mínum frítíma í að rífast við þjálfarana eða knattspyrnusambandið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×