Aftur gerði England jafntefli á Wembley Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar 4. júní 2011 17:35 Barnetta fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Englendingar gerðu í dag 2-2 jafntefli við Sviss á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Þetta er annað jafntefli Englands á heimavelli í undankeppni EM 2012 í röð. Englendingar hafa reyndar ekki unnið í síðustu fjórum viðureignum sínum á Wembley þegar vináttulandsleikir eru taldir við. Svartfellingar náðu einnig jafntefli á Wembley fyrr í undankeppninni. England lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en jafnaði metin með mörkum þeirra Frank Lampard og Ashley Young. Sviss komst tveimur mörkum yfir með nokkuð skrautlegum mörkum sem komu með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Tranquillo Barnetta var þar að verki í bæði skiptin og beint úr aukaspyrnum þar að auki. Fyrra mark Barnetta var nokkuð óvænt þar sem hann ætlaði sér líklega ekki að skora beint úr spyrnuna. Hann sendi boltann inn í teig en hann fór einfaldlega í gegnum þvöguna þar og hafnaði í fjærhorninu. Þremur mínútum síðar fékk Sviss aftur aukaspyrnu rétt utan vítateigs og í þetta sinn lét hann vaða að markinu þótt færið væri þröngt. James Milner, sem var óvænt í byrjunarliðinu á kostnað Ashley Young, var í tveggja manna varnarvegg ásamt Jack Wilshere en steig óvænt til hliðar um leið og Barnetta sparkaði. Barnetta þrumaði boltanum á nærstöng og Joe Hart, sem átti nokkra sök á fyrsta markinu, var of seinn í boltann. Englendingar voru þó fljótir að svara fyrir sig. Wilshere, sem var líklega besti leikmaður enska liðsins í kvöld, krækti í vítaspyrnu eftir að Johan Djourou, félagi hans hjá Arsenal, braut augljóslega á honum. Djourou átti hræðilegan dag. Frank Lampard tók spyrnuna og minnkaði muninn fyrir heimamenn. Hann fór þó meiddur af velli í hálfleik og Ashley Young kom inn á í hans stað. Síðari hálfleikurinn var ekki gamall þegar að Young var búinn að jafna metin. Milner átti sendingu inn í teig sem að Leighton Baines, annar varamaður í enska liðinu, tók niður. Hann lagði boltann fyrir Young sem skoraði af öryggi. Darren Bent fékk svo galopið færi þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og hefði átt að tryggja sínum mönnum sigurinn. Hann skaut hins vegar yfir fyrir nánast opnu færi. England er nú með tólf stig í G-riðli en er enn í efsta sætinu, einu stigi á undan Svartfjallalandi sem getur komist á topp riðilsins með sigri á Búlgörum á heimavelli í kvöld. Sviss er í þriðja sætinu með fimm stig, Búlgaría er með fjögur og Wales er í neðsta sæti án stiga. Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Englendingar gerðu í dag 2-2 jafntefli við Sviss á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Þetta er annað jafntefli Englands á heimavelli í undankeppni EM 2012 í röð. Englendingar hafa reyndar ekki unnið í síðustu fjórum viðureignum sínum á Wembley þegar vináttulandsleikir eru taldir við. Svartfellingar náðu einnig jafntefli á Wembley fyrr í undankeppninni. England lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en jafnaði metin með mörkum þeirra Frank Lampard og Ashley Young. Sviss komst tveimur mörkum yfir með nokkuð skrautlegum mörkum sem komu með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Tranquillo Barnetta var þar að verki í bæði skiptin og beint úr aukaspyrnum þar að auki. Fyrra mark Barnetta var nokkuð óvænt þar sem hann ætlaði sér líklega ekki að skora beint úr spyrnuna. Hann sendi boltann inn í teig en hann fór einfaldlega í gegnum þvöguna þar og hafnaði í fjærhorninu. Þremur mínútum síðar fékk Sviss aftur aukaspyrnu rétt utan vítateigs og í þetta sinn lét hann vaða að markinu þótt færið væri þröngt. James Milner, sem var óvænt í byrjunarliðinu á kostnað Ashley Young, var í tveggja manna varnarvegg ásamt Jack Wilshere en steig óvænt til hliðar um leið og Barnetta sparkaði. Barnetta þrumaði boltanum á nærstöng og Joe Hart, sem átti nokkra sök á fyrsta markinu, var of seinn í boltann. Englendingar voru þó fljótir að svara fyrir sig. Wilshere, sem var líklega besti leikmaður enska liðsins í kvöld, krækti í vítaspyrnu eftir að Johan Djourou, félagi hans hjá Arsenal, braut augljóslega á honum. Djourou átti hræðilegan dag. Frank Lampard tók spyrnuna og minnkaði muninn fyrir heimamenn. Hann fór þó meiddur af velli í hálfleik og Ashley Young kom inn á í hans stað. Síðari hálfleikurinn var ekki gamall þegar að Young var búinn að jafna metin. Milner átti sendingu inn í teig sem að Leighton Baines, annar varamaður í enska liðinu, tók niður. Hann lagði boltann fyrir Young sem skoraði af öryggi. Darren Bent fékk svo galopið færi þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og hefði átt að tryggja sínum mönnum sigurinn. Hann skaut hins vegar yfir fyrir nánast opnu færi. England er nú með tólf stig í G-riðli en er enn í efsta sætinu, einu stigi á undan Svartfjallalandi sem getur komist á topp riðilsins með sigri á Búlgörum á heimavelli í kvöld. Sviss er í þriðja sætinu með fimm stig, Búlgaría er með fjögur og Wales er í neðsta sæti án stiga.
Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira