Aftur gerði England jafntefli á Wembley Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar 4. júní 2011 17:35 Barnetta fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Englendingar gerðu í dag 2-2 jafntefli við Sviss á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Þetta er annað jafntefli Englands á heimavelli í undankeppni EM 2012 í röð. Englendingar hafa reyndar ekki unnið í síðustu fjórum viðureignum sínum á Wembley þegar vináttulandsleikir eru taldir við. Svartfellingar náðu einnig jafntefli á Wembley fyrr í undankeppninni. England lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en jafnaði metin með mörkum þeirra Frank Lampard og Ashley Young. Sviss komst tveimur mörkum yfir með nokkuð skrautlegum mörkum sem komu með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Tranquillo Barnetta var þar að verki í bæði skiptin og beint úr aukaspyrnum þar að auki. Fyrra mark Barnetta var nokkuð óvænt þar sem hann ætlaði sér líklega ekki að skora beint úr spyrnuna. Hann sendi boltann inn í teig en hann fór einfaldlega í gegnum þvöguna þar og hafnaði í fjærhorninu. Þremur mínútum síðar fékk Sviss aftur aukaspyrnu rétt utan vítateigs og í þetta sinn lét hann vaða að markinu þótt færið væri þröngt. James Milner, sem var óvænt í byrjunarliðinu á kostnað Ashley Young, var í tveggja manna varnarvegg ásamt Jack Wilshere en steig óvænt til hliðar um leið og Barnetta sparkaði. Barnetta þrumaði boltanum á nærstöng og Joe Hart, sem átti nokkra sök á fyrsta markinu, var of seinn í boltann. Englendingar voru þó fljótir að svara fyrir sig. Wilshere, sem var líklega besti leikmaður enska liðsins í kvöld, krækti í vítaspyrnu eftir að Johan Djourou, félagi hans hjá Arsenal, braut augljóslega á honum. Djourou átti hræðilegan dag. Frank Lampard tók spyrnuna og minnkaði muninn fyrir heimamenn. Hann fór þó meiddur af velli í hálfleik og Ashley Young kom inn á í hans stað. Síðari hálfleikurinn var ekki gamall þegar að Young var búinn að jafna metin. Milner átti sendingu inn í teig sem að Leighton Baines, annar varamaður í enska liðinu, tók niður. Hann lagði boltann fyrir Young sem skoraði af öryggi. Darren Bent fékk svo galopið færi þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og hefði átt að tryggja sínum mönnum sigurinn. Hann skaut hins vegar yfir fyrir nánast opnu færi. England er nú með tólf stig í G-riðli en er enn í efsta sætinu, einu stigi á undan Svartfjallalandi sem getur komist á topp riðilsins með sigri á Búlgörum á heimavelli í kvöld. Sviss er í þriðja sætinu með fimm stig, Búlgaría er með fjögur og Wales er í neðsta sæti án stiga. Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Englendingar gerðu í dag 2-2 jafntefli við Sviss á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Þetta er annað jafntefli Englands á heimavelli í undankeppni EM 2012 í röð. Englendingar hafa reyndar ekki unnið í síðustu fjórum viðureignum sínum á Wembley þegar vináttulandsleikir eru taldir við. Svartfellingar náðu einnig jafntefli á Wembley fyrr í undankeppninni. England lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en jafnaði metin með mörkum þeirra Frank Lampard og Ashley Young. Sviss komst tveimur mörkum yfir með nokkuð skrautlegum mörkum sem komu með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Tranquillo Barnetta var þar að verki í bæði skiptin og beint úr aukaspyrnum þar að auki. Fyrra mark Barnetta var nokkuð óvænt þar sem hann ætlaði sér líklega ekki að skora beint úr spyrnuna. Hann sendi boltann inn í teig en hann fór einfaldlega í gegnum þvöguna þar og hafnaði í fjærhorninu. Þremur mínútum síðar fékk Sviss aftur aukaspyrnu rétt utan vítateigs og í þetta sinn lét hann vaða að markinu þótt færið væri þröngt. James Milner, sem var óvænt í byrjunarliðinu á kostnað Ashley Young, var í tveggja manna varnarvegg ásamt Jack Wilshere en steig óvænt til hliðar um leið og Barnetta sparkaði. Barnetta þrumaði boltanum á nærstöng og Joe Hart, sem átti nokkra sök á fyrsta markinu, var of seinn í boltann. Englendingar voru þó fljótir að svara fyrir sig. Wilshere, sem var líklega besti leikmaður enska liðsins í kvöld, krækti í vítaspyrnu eftir að Johan Djourou, félagi hans hjá Arsenal, braut augljóslega á honum. Djourou átti hræðilegan dag. Frank Lampard tók spyrnuna og minnkaði muninn fyrir heimamenn. Hann fór þó meiddur af velli í hálfleik og Ashley Young kom inn á í hans stað. Síðari hálfleikurinn var ekki gamall þegar að Young var búinn að jafna metin. Milner átti sendingu inn í teig sem að Leighton Baines, annar varamaður í enska liðinu, tók niður. Hann lagði boltann fyrir Young sem skoraði af öryggi. Darren Bent fékk svo galopið færi þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og hefði átt að tryggja sínum mönnum sigurinn. Hann skaut hins vegar yfir fyrir nánast opnu færi. England er nú með tólf stig í G-riðli en er enn í efsta sætinu, einu stigi á undan Svartfjallalandi sem getur komist á topp riðilsins með sigri á Búlgörum á heimavelli í kvöld. Sviss er í þriðja sætinu með fimm stig, Búlgaría er með fjögur og Wales er í neðsta sæti án stiga.
Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira