Fótbolti

Eiður Smári: Erfiður riðill

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen var glaðbeittur eftir ósigurinn gegn Dönum í kvöld þó úrslitin hafi ekki verið honum að skapi og grínaðist með að það væri fyrst og fremst gaman fyrir unga leikmenn liðsins að fá að leika með honum.

"Þetta lítur ekki vel út á töflunni en við vissum það líka fyrir riðilinn að þetta sé einn erfiðasti riðill sem við höfum lent í langan tíma en auðvitað er eitt stig ekki nóg," sagði Eiður um stöðuna í riðlinum.

Eiður Smári óskaði að lokum strákunum í U-21 árs landsliðinu góðs gengis á EM í Danmörk. "Það eru spennandi tímar framundan. Við vonum að þeim gangi sem best og taki svo með sér einhverja reynslubolta á Ólympíuleikana ef það tækifæri gefst," sagði glottandi Eiður að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×