Fótbolti

Capello: Leikmennirnir eru þreyttir eftir langt tímabil

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fabio Capello var ánægður með endurkomu sinna manna í gær.
Fabio Capello var ánægður með endurkomu sinna manna í gær. Mynd/Nordic Photos/AFP
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir sína leikmenn þreytta eftir langt tímabil. Enska landsliðið náði aðeins jafntefli gegn Sviss á Wembley í gær en leiknum lauk 2-2.

„Á þessum árstíma er orkan alltaf stór þáttur. Það sást að Svisslendingarnir voru ferskari. Tímabilið er öðruvísi hjá þeim. Við spiluðum þó betur í seinni hálfleiknum sem voru góð viðbrögð hjá okkur,“ sagði Capello við enska fjölmiðla að leik loknum.

Sviss komst í 2-0 snemma leiks með tveimur mörkum Tranquillo Barnetta en bæði mörkin komu eftir aukaspyrnu. Mörk frá Frank Lampard og Ashley Young björguðu stigi fyrir Englendinga.

Englendingar sitja þó enn á toppi G-riðils eftir leiki gærdagsins. Liðið er með jafnmörg stig og Svartfellingar en betri markatölu. Því geta þeir þakkað Búlgörum sem náðu jafntefli gegn Svartfellingum á útivelli.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir sína leikmenn þreytta eftir langt tímabil. Enska landsliðið náði aðeins jafntefli gegn Sviss á Wembley í gær en leiknum lauk 2-2.

Á þessum árstíma er orkan alltaf stór þáttur. Það sást að Svisslendingarnir voru ferskari. Tímabilið er öðruvísi hjá þeim. Við spiluðum þó betur í seinni hálfleiknum sem voru góð viðbrögð hjá okkur.

Sviss komst í 2-0 snemma leiks með tveimur mörkum Tranquillo Barnetta en bæði mörkin komu eftir aukaspyrnu. Mörk frá Frank Lampard og Ashley Young björguðu stigi fyrir Englendinga.

Englendingar sitja þó enn á toppi G-riðils eftir leiki gærdagsins. Liðið er með jafnmörg stig og Svartfellingar en betri markatölu. Því geta þeir þakkað Búlgörum sem náðu jafntefli gegn Svartfellingum á útivelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×