Innlent

Bjarni Ben: Hingað og ekki lengra - ríkisstjórnin verður að víkja

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú fyrir stundu að Sjálfstæðismenn hafni því að skattleggja þjóðina út úr kreppunni. Hann sagði að án breytinga munu lífskjörin halda áfram að versna í landinu. „Ég segi hingað og ekki lengra. Þessi ríkisstjórn verður að víkja," sagði Bjarni.

Hann kom inn á þingfestingu Geirs H. Haarde fyrir landsdómi í gær og sagði að hún hafi ekki aukið veg og virðingu Alþingis. Þeir sem stóðu á bakvið ákærunni verði þeim til ævarandi skammar.

Þá sagði hann að margir sjái enga framtíð utan Evrópusambandsins en staðreyndin væri hins vegar sú að stærðin, einfaldleikinn og sveigjanleikinn væri helstu styrkur Íslendinga. „Og mestar framfarir hafa orðið hér á landi þegar lögð hefur verið áhersla á að nýta tækifæri og hámarka veiðar við Íslandsstrendur," sagði Bjarni nefndi að nú þyrfti að ryðja úr vegi hindrunum fyrir nýjárfestingum í orkumálum og skapa ný störf. En atvinnulífið væri í kyrrstöðu og hart væri sótt að helsta atvinnuveginum, sjávarútveginum.

Hann sagði að tveggja prósenta hagvöxtur gæfi til kynna að hjarta atvinnulífsins myndi slá, en afar hægt.

Þá sagði Bjarni að yfirvofandi lög um sjávarútveginn muni kosta þjóðarbúið milljarða króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×