Nefndu dóttur sína eftir kvenhetjunni í Alien Erla Hlynsdóttir skrifar 30. maí 2011 15:15 Ellen Ripley þykir ein mesta kvenhetja kvikmyndasögunnar „Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið. Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
„Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið.
Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42