Nefndu dóttur sína eftir kvenhetjunni í Alien Erla Hlynsdóttir skrifar 30. maí 2011 15:15 Ellen Ripley þykir ein mesta kvenhetja kvikmyndasögunnar „Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið. Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið.
Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42