Fótbolti

Whitecaps búið að reka Teit Þórðarson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Teitur Þórðarson.
Teitur Þórðarson.
Kanadíska knattspyrnuliðið Vancouver Whitecaps tilkynnti í dag að það hefði rekið Teit Þórðarson úr starfi þjálfara.

Tom Soehn, sem hefur gegnt starfi yfirmanns knattspyrnumála síðustu 18 mánuði, tekur við starfi Teits.

Hinn 59 ára gamli Teitur tók við liðinu árið 2008 og hann kom liðinu alla leið í bandarísku MLS-deildina.

Undir stjórn Teits vann Whitecaps fyrsta leik sinn í MLS-deildinni. Síðan þá hefur liðið ekki unnið leik og þessi slaki árangur hefur nú kostað Teit starfið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×