Fótbolti

Messi kominn heim: Ætlar núna að vinna eitthvað með landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/AP
Lionel Messi er kominn heim til Argentínu eftir frábært tímabil með Barcelona þar sem að hann skoraði 53 mörk í 55 leikjum í öllum keppnum og vann bæði spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu.

Messi fær ekki að taka sér langt sumarfrí því framundan er Suður-Ameríkukeppni landsliða þar sem að Argentínumenn eru á heimavelli.

Copa America hefst 1. júlí með leik Argentínu og Bólivíu en það er búist við því að Messi og félagar verði í úrslitaleiknum sem fer fram 24. júlí. Suður-Ameríkukeppnin verður öll í beinni á Stöð 2 Sport.

„Ég hef verið heppinn að vinna allt með Barcelona og allt sem einstaklingur og nú er markmiðið mitt að fara vinna eitthvað með argentínska landsliðinu," sagði Lionel Messi við fjölmiðla sem tóku á móti honum á flugvellinum í  Buenos Aires.

Messi hefur oft ekki gengið eins vel með landsliðinu og með Barcelona en hann hefur skorað 8 mörk í 30 landsleikjum frá 2008 á sama tíma og hann hefur skorað 138 mörk í 159 leikjum með Barcelona á sama tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×