Innlent

Landsdómur á óformlegum fundi

Landsdómur kom saman til fundar í dag til þess að fjalla um atriði sem snýr að málshöfðun Alþingis gegn Geir H. Haarde. Um óformlegan fund var að ræða sem haldinn var í húsakynnum Hæstaréttar, en 15 dómendur eiga sæti í Landsdómi.

Á fundinum var rædd kæra Geirs sem snýr að því að málið gegn honum verði fellt niður. Héraðsdómur hafði áður vísað því máli frá, en Geir kærði þann úrskurð til Landsdóms. Reiknað er með að málið verði þingfest í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×