Geir vonast til þess að komast til London í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 14:45 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, á blaðamannfundi í dag. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Gosið í Grímsvötnum hefur aukið stressið í kringum leikinn og Geir hefur ekki sloppið við það enda talaði hann um það í dag að áhyggjur vegna öskufallsins væru taugatrekkjandi fyrir sig og starfsmenn UEFA sem eru að undirbúa leikinn. Barcelona-liðið flýtti ferð sinni til London um tvo daga og Geir mun einng fara fyrr út en hann hafði skipulagt. Geir hefur þó trú á því að þetta gangi allt upp og muni bara kosta meiri vinnu við undirbúninginn. „UEFA byrjaði að fylgjast með stöðunni á gosinu strax á sunnudaginn og ég hef fylgst með því sem eftirlitsmaður. Í gær var ég síðan í samskiptum við ýmsa aðila sem þurfa að vera nauðsynlega á staðnum til þess að leikurinn geti farið fram en aðallega þó við Barcelona-liðið," sagði Geir Þorsteinsson. „UEFA er að fylgjast mjög náið með stöðunni og vonandi mun þetta bara skapa meiri vinnu. Versta staðan væri að spænsku áhorfendurnir ættu erfitt með að komast til London en UEFA er búið að leggja töluverða vinnu í að undirbúa aðrar leiðir meðal annars í gegnum Ermasundsgöngin. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta blessist allt," segir Geir. „Ég er að reyna að komast út og vonast til þess að ég komist í dag. Planið var að ég færi ekki seinna í vikunni en það er flug á eftir og til þess að vera öruggur þá ætla ég að reyna að komast í það," sagði Geir og var rokinn enda í nóg að snúast síðustu klukkutímana fyrir flug. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Gosið í Grímsvötnum hefur aukið stressið í kringum leikinn og Geir hefur ekki sloppið við það enda talaði hann um það í dag að áhyggjur vegna öskufallsins væru taugatrekkjandi fyrir sig og starfsmenn UEFA sem eru að undirbúa leikinn. Barcelona-liðið flýtti ferð sinni til London um tvo daga og Geir mun einng fara fyrr út en hann hafði skipulagt. Geir hefur þó trú á því að þetta gangi allt upp og muni bara kosta meiri vinnu við undirbúninginn. „UEFA byrjaði að fylgjast með stöðunni á gosinu strax á sunnudaginn og ég hef fylgst með því sem eftirlitsmaður. Í gær var ég síðan í samskiptum við ýmsa aðila sem þurfa að vera nauðsynlega á staðnum til þess að leikurinn geti farið fram en aðallega þó við Barcelona-liðið," sagði Geir Þorsteinsson. „UEFA er að fylgjast mjög náið með stöðunni og vonandi mun þetta bara skapa meiri vinnu. Versta staðan væri að spænsku áhorfendurnir ættu erfitt með að komast til London en UEFA er búið að leggja töluverða vinnu í að undirbúa aðrar leiðir meðal annars í gegnum Ermasundsgöngin. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta blessist allt," segir Geir. „Ég er að reyna að komast út og vonast til þess að ég komist í dag. Planið var að ég færi ekki seinna í vikunni en það er flug á eftir og til þess að vera öruggur þá ætla ég að reyna að komast í það," sagði Geir og var rokinn enda í nóg að snúast síðustu klukkutímana fyrir flug.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira