Innlent

Tugir björgunarsveitamanna að störfum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verða fjölmargir björgunarsveitamenn á Suðausturlandi í dag.
Það verða fjölmargir björgunarsveitamenn á Suðausturlandi í dag.
Um 50-60 björgunarsveitarmenn verða að störfum á Suðausturlandi í dag þar sem lífið er óðum að komast í eðlilegt horf eftir öskufall af völdum eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu standa vaktina í dag og munu verkefnin aðallega felast í að fara með slökkviliði og tankbílum á bæi og skola hús, þök og hreinsa rennur og niðurföll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×