Þolendur kynferðisofbeldis sæta árásum í fjölmiðlum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2011 13:49 Meðferðarheimilið Árbót þar sem kynferðisofbeldið átti sér stað. Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent