Fótbolti

Bin Hammam dregur framboð sitt til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed bin Hammam.
Mohamed bin Hammam. Mynd/AP
Sepp Blatter verður sjálfkjörinn forseti FIFA í komandi forsetakosningum FIFA eftir að mótframbjóðandi hans, Mohamed bin Hammam, dróg framboð sitt til baka. Blatter hefur verið forseti FIFA í þrettán ár.

Katar-maðurinn Mohamed bin Hammam hefur verið sakaður um að reyna að kaupa atkvæði í forsetakosningunum á fundi í karabíska hafinu og hann þarf að mæta fyrir Siðanefnd FIFA í dag.

Mohamed bin Hammam tilkynnti á heimasíðu sinni að hann væri hættu við að bjóða sig fram. „Nýliðnir atburður hafa sært mig bæði persónulega og faglega. Það er þess vegna sem ég hef ákveðið að draga framboð mitt til baka," sagði Bin Hammam á heimasíðu sinni.

Mohamed bin Hammam kemur fram fyrir Siðanefnd FIFA í dag ásamt Jack Warner, varaforseta FIFA, sem var líka sakaður um mútuþægni.

Sepp Blatter þarf líka að koma fyrir Siðanefndina og skýra út vitneskju sína af málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×