Saksóknari telur líkur á sakfellingu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 7. maí 2011 18:53 Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós. Landsdómur Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós.
Landsdómur Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira