Hvítabirnir líka jurtaætur og geta verið án matar mánuðum saman KMU skrifar 8. maí 2011 19:20 Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira